
Elfur hatar að ferðast. Einhverra hluta vegna er hún nú samt komin hingað, í þennan smábæ úti í rassgati, í hitabylgju, með Birgi. Nema hvað Birgir er allt í einu horfinn, ásamt bílnum og öllum farangrinum. Hún skilur þetta ekki, hann er ekki beinlínis hvatvís. Reyndar hefur framtaksleysið alltaf verið límið í hjónabandinu – og kannski er það af einskæru framtaksleysi sem Elfur ákveður, frekar en að takast á við aðstæðurnar, að ganga beint af augum út í skóg. Armeló er margslungin og áhrifarík skáldsaga sem tekst á við áleitnar spurningar um sjálfsmynd, samkennd og svik. -oOo- Með Armeló stimplar Þórdís Helgadóttir sig rækilega inn í íslenska bókmenntasenu sem frábærlega fær skáldsagnahöfundur. - Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Heimildinni
Author

Thordis Helgadottir is an Icelandic author. Her work has been nominated for the Nordic Council Literature Prize, the Icelandic Literature Prize, The Icelandic Women's Literature Prize, Maístjarnan – The Icelandic Poetry Prize and won The Jón úr Vör Poetry Prize. She was the 2019-20 Resident Playwright at The Reykjavík City Theatre. She is a member of the writers' collective Impostor Poets.