
Einar Leif Nielsen
Author · 1 book
Einar Leif Nielsen er fæddur í Reykjavík og uppalinn í vesturbænum. Hann varð stúdent frá Menntaskóla Reykjavíkur árið 2000 og útskrifaðist með B.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Eftir það lá leiðin til Danmerkur í framhaldsnám en þar lauk hann M.Sc. prófi í hagnýtri strærðfræði árið 2006. Á árunum 2007 til 2014 starfaði Einar starfað á Íslandi og lengst í fjármálatengdum störfum. Árið 2014 fór hann í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands og lauk því árið 2017. Tvær annar stundaði hann í skiptinámi við The University of British Columbia í Kanada. Hann býr nú í Kaupmannahöfn ásamt konu og dóttir og starfar þar í skrifstofuvinnu.