
Verðlaunabókin Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu er óvenjuleg ljóðabók sem stefnir saman erlendum tungumálum, þýðingum og frumortum skáldskap á eftirminnilegan hátt. Ástarkveðskapur rómversku stórskáldanna Katúllusar og Virgils vaknar hér til lífsins í nýjum þýðingum sem kallast á við frumort ljóð höfundar bókarinnar með margvíslegum hætti. Úr verður heilsteypt verk þar sem ástin, en þó ekki síst sambandsslit elskenda, leikur stórt hlutverk. Titill bókarinnar er hending úr einum ljóðsöngva Ezra Pounds, þess skálds 20. aldar sem öðrum framar tvinnaði saman þýðingar og frumort ljóð. Magnús tekur upp þann þráð og spinnur áfram með sínum hætti. Ljóð hans eru skýr, beinskeytt og sett fram á ljósu máli. Hér stígur fram nýr og áhugaverður höfundur sem án nokkurs vafa mun setja mark sitt á íslenskar bókmenntir á komandi árum.
Author

Magnús Sigurðsson (b. 1984) is an Icelandic poet and translator. Sigurðsson’s first book of poems, Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu (2008), received the Tómas Guðmundsson Poetry Prize. In 2013, Sigurðsson received the prestigious Jón úr Vör Poetry Prize. Sigurðsson’s translations include a collection of poems by the Norwegian Tor Ulven, Steingerð vængjapör (2012), Ezra Pound’s The Pisan Cantos (2007), and a Spanish translation from the Icelandic, together with Laía Argüelles Folch, of Ingibjörg Haraldsdóttir’s seminal book of poems, La cabeza de la mujer (2011). Sigurðsson’s third book of poems, Cold Moons, translated by Meg Matich, was published by Phoneme Media in 2017. Sigurðsson’s most recent collection of poems, Veröld hlý og góð, was nominated for the Maístjörnu Poetry Prize in 2017. // Magnús Sigurðsson fæddist árið 1984 á Ísafirði. Hann vakti þegar athygli með sínu fyrsta verki, íslenskri þýðingu á stórvirki bandaríska ljóðskáldsins Ezra Pound, Söngvarnir frá Písa. Bókin kom út á vegum Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands. Árið 2008 hlaut Magnús Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, fyrir ljóðabók sína Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu, þar sem þýðingar Magnúsar á ljóðum rómversku fornaldarskáldanna Katúllusar og Virgils kallast á við frumort ljóð. Sama ár kom út smásagnasafnið Hálmstráin, hvort tveggja hjá bókaforlaginu Uppheimum. Í kjölfarið hafa fylgt ljóðabækur, þýðingar og greinasöfn um bókmenntir sem hafa áunnið Magnúsi sess í fremstu röð ljóðskálda sinnar kynslóðar. Árið 2013 hlaut Magnús Ljóðstaf Jóns úr Vör, fyrir ljóð sitt „Tunglsljós“, sem birtist síðar í þriðju ljóðabók hans, Tími kaldra mána.