
Dömur mínar og lollarar, ég þakka ykkur frá innstu hjartarótum fyrir að setja ykkur í samband en háværar frásagnir af afhroði mínu, hruni, dauða, æruleysi og eignabruna eru sem sagt heldur orðum auknar: Ég lifi, sprikla og dilla mér þótt fjölmiðlar beri á mig ímyndaðar sakir og leyfi *sérfræðingum* (lol) að skálda í eyðurnar af sínu annálaða andríki. Það er ekki liðin heil nótt frá því lögreglan barði að dyrum á Samastað, ekki hálf klukkustund frá því ég var sjálft hrakið á flótta, og sögurnar sem ég hef fyrir kærleika guðanna fengið að lesa um sjálft mig í þeim miðlum sem kalla sig „hefðbundna“ eða jafnvel „krítíska“ (he he) telja sennilega á annan tug. Það er að sönnu gaman að fylgjast með – svona einsog það er gaman að horfa á skordýr sem lent hefur á bakinu sprikla í þeirri von að finna fæturna aftur – en er þetta ekki pínulítið aumkunarvert? Í alvöru. Fyrir 22 klst. 11 mín. síðan. 622 líkar við þessa stöðu. 181 hafa gert athugasemd. Eiríkur Örn Norðdahl stendur í fremstu röð íslenskra samtímahöfunda og hafa bækur hans komið út og hlotið margs konar viðurkenningar víða um heim. Fyrir skáldsöguna Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér skoðar hann samtíma okkar með fránum augum nettröllsins Hans Blævar sem allt sér og engum hlífir.
Author

Eiríkur Örn Norðdahl (1978) is an Icelandic experimental poet and novelist. His work – about a dozen novels, a dozen poetry books, a couple of essay books, a couple of plays, a cook book, a children's christmas splatter, video poems, sound poems and various conceptual projects – have been published in over a dozen languages and won numerous awards in several countries, including the Icelandic Literary Award, the Transfuge award for best nordic fiction (in France), the DV Cultural Award, the Zebra Poetry Film Festival Special Mention, Sparibollinn Award for Romantic Fiction and the Book Merchant's Prize. They have also been shortlisted for awards such as the Prix Médicis Étranger, the Prix Meilleur Livre Étranger and the Nordic Council Literary Award. Eiríkur has translated over a dozen books into Icelandic, including a selection of Allen Ginsberg’s poetry and Jonathan Lethem’s Motherless Brooklyn (for which he received the Icelandic Translation Award). He lives in Ísafjörður, Iceland, a rock in the middle of the ocean, and spends much of his time in Västerås, Sweden, a town by a lake.