
Í óskilgreindri framtíð, undir vökulum augum eftirlitssamfélagsins, gera rithöfundarnir og fyrrverandi hjónin Áki og Leníta allt sem þau geta til ganga hvort fram að öðru. Á meðan gengur lífið sinn vanagang, út koma bækur sem ýmist fá verðlaun eða ekki, sólin mjakar sér yfir fjöllin snemma árs og skín á Ísfirðinga, bakkelsislyktina leggur úr Gamla bakaríinu og listnema úr borginni hreiðra um sig í yfirgefinni rækjuverksmiðju. Svo fer rafmagnið að flökta. Heimska er skáldsaga um að sjá allt og sjást alls staðar, um óstjórnlega forvitni mannsins og þörf hans fyrir að vekja athygli, um fánýti bókmennta og lista – og mikilvægi – um líkindi mismunarins, um hégóma, ást og svik. Og síðast en ekki síst um framtíðina. Eiríkur Örn Norðdahl hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu skáldsögu sína, Illsku. Heimska er fimmta skáldsaga hans en hann er einnig þekktur fyrir greinar sína og ljóð. Um Illsku: * * * * * „Klikkuð bók. Lesið hana! … Fróðleg, skemmtileg, sorgleg og fyndin. Hún miðlar sagnfræði, ástarsögu, heimspekilegum pælingum og gamanmálum … Allt er þetta svo vel gert, frumlegt og flott að það er eiginlega óhugnanlegt.“ Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið „Hvað verður um samtímaskáldsöguna [eftir Illsku]? Hún er jú samtímaskáldsagan.“ Svenska Dagbladet „Þessi bók er skrímsli. Hávært, ógeðfellt, hættulegt, ofbeldisfullt, sóttheitt og stundum meyrt, varnarlaust og viðkvæmt skrímsli. Það rífur og bítur, kemur maganum úr jafnvægi og stækkar síðan í manni hjartað.“ Stadtbekannt Wien
Author

Eiríkur Örn Norðdahl (1978) is an Icelandic experimental poet and novelist. His work – about a dozen novels, a dozen poetry books, a couple of essay books, a couple of plays, a cook book, a children's christmas splatter, video poems, sound poems and various conceptual projects – have been published in over a dozen languages and won numerous awards in several countries, including the Icelandic Literary Award, the Transfuge award for best nordic fiction (in France), the DV Cultural Award, the Zebra Poetry Film Festival Special Mention, Sparibollinn Award for Romantic Fiction and the Book Merchant's Prize. They have also been shortlisted for awards such as the Prix Médicis Étranger, the Prix Meilleur Livre Étranger and the Nordic Council Literary Award. Eiríkur has translated over a dozen books into Icelandic, including a selection of Allen Ginsberg’s poetry and Jonathan Lethem’s Motherless Brooklyn (for which he received the Icelandic Translation Award). He lives in Ísafjörður, Iceland, a rock in the middle of the ocean, and spends much of his time in Västerås, Sweden, a town by a lake.