Margins
Slitförin book cover
Slitförin
2017
First Published
4.34
Average Rating
61
Number of Pages

"Slitförin er safn ljóða sem fjalla á ágengan hátt um togstreituna við að brjótast undan áhrifavöldum bernskunnar og finna leiðina að eigin sjálfi. Leiðarstef verksins er sársaukinn sem sprettur úr nístandi sorg milli barns og foreldris. Ljóðin taka pláss, sýna afstöðu og grípa lesendur föstum tökum." — úr umsögn bókmenntaráðgjafa Miðstöðvar Íslenskra bókmennta við afhendingu Nýræktarstyrks 2017 ★★★★ 1/2 (Fjórar og hálf stjarna af fimm) "Ein athyglisverðasta ljóðabókin fyrir þessi jól [...] Fríða er snillingur þegar kemur að skemmtilegu, jafnvel einföldu myndmáli sem sett er í nýtt og áhugavert samhengi. [...] Við annan lestur skýrist ýmislegt sem var lesanda ráðgáta við fyrsta lestur. Þannig má segja að hún kallist á við skáldsystur sína Svövu Jakobsdóttur sem má teljast eitt mesta myndmálsséní sem Ísland hefur átt, þar til nú." — Jóhanna María Einarsdóttir / DV "Slitförin er afar vönduð ljóðabók þar sem í tæplega fjörutíu ljóðum eru dregnar upp fjölmargar litlar myndir af augnablikum úr tilverunni, mannlegum samskiptum, brestum og tilfinningalegu ástandi. Skáldið segir þó um leið mun stærri sögu af samböndum og arfleifð kynslóðanna, vítahringjunum sem verða til upp úr erfiðu fjölskyldumynstri og hinni vandrötuðu leið sem unglingsstúlka þarf að feta til að öðlast sjálfstæða vitund ungrar konu. Eftirtektarvert er hve örugg tök höfundurinn hefur á fjölbreyttu myndmáli og hvernig hún nær með nálgun sinni að forðast tilgerð og koma hverri hugsun til skila á beinskeyttan hátt. Þrískipting bókarinnar og kaflaheitin Skurður, Slitförin og Saumar endurspegla þroskaferli ljóðmælandans og verkið er gjöful lesning í heild sinni en þó stendur hvert ljóð einnig sem sjálfstætt listaverk. Slitförin er vel uppbyggð og áhrifarík bók sem ber hæfileikum ljóðskáldsins gott vitni." — Rökstuðningur dómnefndar vegna tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2018

Avg Rating
4.34
Number of Ratings
128
5 STARS
47%
4 STARS
41%
3 STARS
11%
2 STARS
1%
1 STARS
0%
goodreads

Author

Fríða Ísberg
Fríða Ísberg
Author · 5 books

Fríða Ísberg is an Icelandic author based in Reykjavík. Her novel THE MARK won The P.O. Enquist Award, The Icelandic Women’s Literature Prize for Fiction, The Icelandic Booksellers Choice Award, and she is the 2021 recipient for The Optimist Award, handed by the President of Iceland to one national artist. Her short story collection ITCH was nominated for The Nordic Council Literature Prize in 2020. Fríða is a member of the writer's collective Svikaskáld and her writing has appeared in The Times Literary Supplement, The Southern Review, The Iowa Review, and more. Her work has been or is to be translated into 19 languages.

548 Market St PMB 65688, San Francisco California 94104-5401 USA
© 2025 Paratext Inc. All rights reserved